38. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. mars 2019 kl. 16:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 16:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 16:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 16:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Söru Elísu Þórðardóttur (SEÞ), kl. 16:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 16:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 16:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 16:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 16:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 16:00

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:00
Fundargerð 24. fundar borin upp og samþykkt.

2) 646. mál - búvörulög Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Eyþórsson sem mætti fyrir hönd Landssambands sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands.

3) 541. mál - heiti Einkaleyfastofunnar Kl. 16:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Mogensen frá Samtökum iðnaðarins.

4) 28. mál - mótun klasastefnu Kl. 16:43
Nefndin samþykkti Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

5) 645. mál - lax- og silungsveiði Kl. 16:44
Nefndin samþykkti Ásmund Friðriksson sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

6) 646. mál - búvörulög Kl. 16:45
Nefndin samþykkti Höllu Signýju Kristjánsdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

7) 647. mál - fiskeldi Kl. 16:46
Nefndin samþykkti Kolbein Óttarsson Proppé sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

8) 541. mál - heiti Einkaleyfastofunnar Kl. 16:47
Nefndin samþykkti Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem framsögumann málsins að tillögu formanns.

9) Önnur mál Kl. 16:48
Nefndarmenn samþykktu að fundur fimmtudaginn 14. mars verði frá kl. 11-12 og voru nefndarmenn hvattir til að mæta á málþing atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áhættumat erfðablöndunar, frá kl. 09:00-10:30.

Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00